myPOS alhliða greiðslulausnir

Kynntu þér starfsemi okkar og tækni nánar

myPOS býður upp á alhliða greiðslulausnir á viðráðanlegu verði og breytir þannig hvernig fyrirtæki taka við kortagreiðslum af öllum gerðum - við afgreiðsluborðið, á netinu og í gegnum farkerfi.

Markmið okkar er að efla hvers kyns fyrirtæki svo þau njóti ávinnings af nýsköpun og nútímatækni, leysi greiðsluvandamál og vaxi á nýjan og öflugan hátt.

Með því að sameina nýjustu greiðslutækni með góðu hugmyndaflugi og af sérþekkingu höfum við skapað nýjan greiðsluheim sem byggist á nýsköpun, frelsi, sveigjanleika og vaxtatækifærum. Öll fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum geta verið hluti af honum.

Sagan okkar

Tækifærið til að hjálpa litlum fyrirtækjum að dafna veitti okkur innblástur til að byrja árið 2012 þegar við sáum tækifæri til að bjóða söluaðilum í ESB meira frelsi, þökk sé breytingum á fjármálalögum. Þannig varð myPOS hugmyndin til.

Árið 2014 var myPOS kynnt á Mobile World Congress í Barcelona sem fyrsti vettvangurinn til að bjóða upp á tafarlausar greiðslur á reikninga söluaðila. Þangað til þurftu fyrirtækiseigendur að bíða dögum og vikum saman eftir peningunum.

myPOS gerði litlum og meðalstórum fyrirtækjum auðveldara fyrir að taka við kortagreiðslum og forðast há gjöld og þunglamaleg ferli hjá hefðbundnum fjármálastofnunum, þannig að það haslaði sér fljótt völl í Evrópu og þjónar yfir 30 löndum.

Opnun á myPOS verslunum fylgdi í kjölfarið í gömlu heimsálfunni og hófst í London þarf sem fyrirtækið setti höfuðstöðvar sínar árið 2017. Í dag er myPOS með yfir 15 verslanir í helstu stórborgum og nýtur trausts yfir 150.000 söluaðila.

Hefurðu áhuga á næsta kaflanum af myPOS sögunni?

Skoðaðu bloggið okkar og lestu meira um nýjustu verkefnin okkar og framkvæmdir.

myPOS BLOGG
2-3