Ræktaðu fyrirtæki þitt með netgreiðslum

Taktu við greiðslum á netinu, í gegnum síma, tölvupóst eða með textaskilaboðum - bara með því að vera með myPOS reikning!
Enginn aukahugbúnaður. Engin mánaðar- eða uppsetningargjöld.

Opna ókeypis reikning
 • Frá

  1.30% + 0.15 EUR

  Færslugjald *

 • 0.00 EUR

  Mánaðargjöld

Athugaðu að þessi tafla sýnir aðeins stutta úttekt á gjaldskránni okkar.
Til að sjá ítarlega sundurliðun á verðum og gjaldskrám skaltu smella hér.

Hvers vegna að velja myPOS fyrir þínar netgreiðslur?

 • Taktu við greiðslum allan sólarhringinn

  Leyfðu viðskiptavinum um allan heim að nota þá greiðsluleið sem þeir kjósa, í mismunandi gjaldmiðlum, jafnvel á meðan þú sefur. Með netgreiðslum lokar fyrirtæki þitt aldrei.

 • Engin áskriftarkostnaður

  Allar netlausnir fylgja ókeypis með öllum myPOS reikningum. Þú greiðir færslugjald aðeins þegar þú færð greitt án uppsetningargjalds eða aðskildra samninga.

 • Uppgjör samstundis

  Fé sem þú tekur við fer samstundis inn á myPOS viðskiptareikninginn þinn, án mánaðargjalda.

 • Fylgstu með hverri greiðslu

  Fáðu ítarlegar skýrslur fyrir hverja sölu á myPOS reikning þinn og fylgstu með færslum á ferðinni með ókeypis farsímaappinu okkar, sem fáanlegt er fyrir bæði Android og iOS.

 • Hugarró

  Við tökum öryggi alvarlega með dulkóðun viðskiptavinamegin, gagnatákngerð, ásamt því að uppfylla PCI DSS. Ertu ekki viss um hvað við erum að tala um? Ekkert mál, það er okkar hlutverk!

Greiðslubeiðni

Biddu um greiðslu hvar sem er í heiminum

Með myPOS greiðslubeiðni getur þú einfaldlega sent viðskiptavinum þínum greiðslubeiðni með tölvupósti, textaskilaboðum úr myPOS reikningi þínum, myPOS appinu eða beint úr posanum þínum.

myPOS býður þér upp á ítarlegar skýrslur um greiðslubeiðnir þínar, með upplýsingum eins og hvort viðskiptavinurinn hafi skoðað beiðnina og hversu oft greiðslutilraun hefur verið gerð.

Lesa meira Sjáðu hvernig þetta virkar

MO/TO Virtual Terminal

Breyttu tölvu þinni, farsíma eða spjaldtölvu í netposa

Hvort sem það er í gegnum síma, á tölvunni þinni eða augliti til auglitis þá muntu alltaf geta tekið við kortagreiðslum með myPOS MO/TO Virtual Terminal. Viðskiptavinir þínir geta einfaldlega hringt, gefið upp greiðslukortaupplýsingar sínar og borgað þér - engin þörf á flókinni samþættingu, aukahugbúnaði eða -vélbúnaði.

Lesa meira Sjáðu hvernig þetta virkar

Viðbætur fyrir körfur

Einföld en örugg greiðslulausn fyrir vinsælustu netviðskiptavettvangana

Við höfum þegar unnið alla erfiðisvinnuna við samþættingu! Það eina sem þú þarft að gera er að setja upp og samskipa körfuviðbót sem er í boði fyrir - WooCommerce, Magento, Magento2, OpenCart, X-Cart, PrestaShop, osCommerce, Zen Cart og CloudCart. Hafðu engar áhyggjur ef þú sérð ekki þína viðbót, við hlustum á endurgjöf frá þér og bætum reglulega við nýjum viðbótum!

Lesa skrifleg gögn

PayLink

Gerðu viðskiptavinum þínum kleift að greiða jafnvel í gegnum tölvupóst eða með textaskilaboðum

Þú þarft ekki að vera með netverslun eða jafnvel vefsíðu til að taka við greiðslum á netinu. Þú framkallar einfaldlega greiðsluhlekk með lýsingu, gjaldmiðli og gildisdegi. Notaðu hann á samfélagsmiðlum, í tölvupósti eða með textaskilaboðum og sendu síðan tilboð eða reikning til viðskiptavina þinna.

Sjáðu hvernig þetta virkar

PayButton

Hnappar til að ganga frá pöntun fyrir vefsíðu þína eða netverslun

myPOS PayButton er auðveld lausn sem gerir viðskiptavinum þínum kleift að ganga frá pöntun fljótt, örugglega og þægilega án flókinna samþættinga.

Stilltu upphæð, stærð hnappsins og þær upplýsingar sem þú vilt fá frá viðskiptavinum þínum, afritaðu framkallaða HTML kóðann og límdu hann í textaritilinn fyrir vefsíðu þína. Þá er það komið!

Sjáðu hvernig þetta virkar

Greiðslugátt

Taktu við öllum greiðslum í hvers konar vef- eða farumhverfi

myPOS greiðslugátt gerir þér kleift að taka við kortagreiðslum á hvers kyns vefsíðum eða farsímaappi. Þetta er netútgáfan af greiðslukortavél. Auðvelt er að samþætta greiðslugátt okkar og hún hjálpar þér einnig að henda reiður á færslur þínar á netinu og gera skýrslur í rauntíma.

Veldu besta netgreiðslutólið fyrir þitt fyrirtæki!

Byrjaðu ókeypis núna!

Skráðu þig núna

Við notum vafrakökur

Við notum vafrakökur og aðra eftirlitstækni til að bæta vefsíðuna okkar og veita gestum vefsíðu okkar markmiðaðar upplýsingar. Læra meira

Að öðrum kosti getur þú stillt vafrakökurnar þínar .

2-3