myPOS búnaður - þráðlaus kortalesari
myPOS leiðtogateymi og stjórnarmenn

Leiðtogateymi

Lestu meira um myPOS meðstofnandann Christo Georgiev

Christo Georgiev

Meðstofnandi

Christo er frumkvöðull og fjárfestir í fjármálaþjónustu og upplýsingatækni. Hann hefur síðan árið 2000 verið í forgrunni í brautryðjendastarfi hvað varðar kortaútgáfu, rafeyrisveski og nýsköpun í greiðslulausnum innan Evrópu. Árið 2008 nefndi The Financial Times hann einn af fremstu viðskiptaleiðtogum Búlgaríu, sérfræðing og skipuleggjanda á sviði fjármálaafurða.

Christo er með meistaragráðu í hug- og vélbúnaðarverkfræði frá tækniháskólanum í Varna, meistaragráðu í hagfræði, bankastjórnun og fjármálum frá hagfræðiháskólanum í Varna og framhaldsstigssérhæfingu á sviði hagfræði frá háskólanum í Delaware í Bandaríkjunum.

Lestu meira um myPOS framkvæmdastjórann Michael Destraz

Michael Destraz

Forstöðumaður myPOS World

Hefur yfir 30 ára reynslu af framkvæmdastjórn í einkabankageiranum, eignastýringu, fjármálum fyrirtækja og samruna og yfirtöku. Michael er viðriðinn ýmiskonar umboðum á stjórnunarsviði, eins og skýjavinnslu, neytendafjármálum, ráðgjöf í stofnanafjárfestingu og -högun.

Hann er með meistaragráðu í Evrópu- og alþjóðaviðskiptalögfræði frá háskólanum í St. Gallen í Sviss og MBA-próf í fjármálastjórnun frá National University í San Diego í Kaliforníu.

Lestu meira um myPOS framkvæmdastjórann Irfan Rasmally

Irfan Rasmally

Framkvæmdastjóri hjá MyPOS World

Irfan hefur leitt fyrirtækjaþróun myPOS síðan 2014 og hefur gegnt lykilhlutverki í að komast inn á 24 markaði á aðeins fjórum árum. Hefur yfir 15 ára reynslu í greiðslugeiranum, áhættustjórnun, stýringu eignasafna viðskiptavina fyrir rafeyrisstofnanir, viðtökubanka og greiðsluþjónustuveitendur.

Hann er með meistaragráðu í tölvunarfjármálum frá Mauritius háskóla. Ber ábyrgð á viðskiptaþróun.

Lestu meira um myPOS framkvæmdastjórann Thomas Gunzinger

Thomas Gunzinger

Framkvæmdastjóri hjá MyPOS World

Thomas hefur yfirgripsmikla reynslu í bankageiranum og hefur áður unnið fyrir nokkra af stærstu bönkum Sviss sem forstöðumaður viðskipta og ráðgjafar.

Hann var meðeigandi svissnesks eignastýringarfyrirtækis í rúm 17 ár. Hann er nú stjórnarmeðlimur myPOS Swiss AG og Signia Group AG með dótturfélögum þess.
Hann er með svissneska gráðu í bankaviðskiptum.

Lestu meira um myPOS forstjórann Stephane Piloy

Stephane Piloy

Framkvæmdastjóri hjá myPOS Europe

Starfsferill Stephane í fjármálaþjónustu spannar rúm 25 ár, en hann vann sem ráðgjafi hjá Accenture áður en hann var ráðinn til Credit Suisse sem fjárfestir og til HSBC sem framkvæmdastjóri síðustu 7 árin. Hann hefur verið viðriðinn fjármálastjórn og -greiðslur sölustaða allan sinn starfsferil. Hann hefur unnið við margar yfirtökur og átt í samstarfi við áberandi sölu- og greiðsluveitendur, eins og Vocalink, SIA, Nexi (CartaSi), Cofinoga, Network International, John Lewis Financial Services og M&S Money.

Hjá myPOS starfar Stephane með hina mörgu hluta myPOS hópsins til að koma metnaðarfullri vaxtastefnu fyrirtækisins í verk.

Fræðist meira um Brian Attwood, aðalregluvörð og upplýsingastjóra gegn peningaþvætti hjá myPOS

Brian Attwood

Aðalregluvörður og upplýsingastjóri gegn peningaþvætti, myPOS Europe

Brian hefur rúmlega tuttugu og fimm ára reynslu í fjármálageiranum og vann bæði á hlutabréfa- og peningamarkaði áður en hann gekk til liðs við fyrsta verðbréfaeftirlitsaðila Bretlands árið 1988. Árið 1994 hóf hann störf hjá HSBC. Næstu 23 árin starfaði hann við alls kyns störf tengdum regluverki - einkum sölu við fjárfestingarbanka, viðskipti, rannsóknir og deilustjórnun áður en hann færði sig yfir í hlutverk sem meira var tengt aðgerðum og kom á fót regluvarðardeild í útvistuðu/þjónustuumhverfi sem studdi 35.000 starfsmenn. Nýlega hefur hann leitt margskonar framtak tengt reglugerðareftirliti.

Brian er með BA heiðursgráðu í hagfræði og verðbréfaskírteini.

Lestu meira um myPOS aðalregluvörðinn Joshua Vittoi

Joshua Vittori

Fyrirtækjaþróunarstjóri

Joshua hefur eytt síðustu sex árum hjá leiðandi fjármálastofnunum og hefur öðlast víðtæka reynslu í fjárfestingarbankastarfsemi, einkabankastarfsemi og hópáhættu, einnig með því að vinna með fjármálayfirvöldum varðandi tilmæli og eftirlitsskyldur.

Hann er með gráðu í viðskiptahagfræði frá Westminster háskóla og ICA diplómu í fjármálaafbrotavörnum.