myPOS búnaður - þráðlaus kortalesari
myPOS leiðtogateymi og stjórnarmenn

Leiðtogateymi

Lestu meira um myPOS meðstofnandann Christo Georgiev

Christo Georgiev

Meðstofnandi

Christo er frumkvöðull og fjárfestir í fjármálaþjónustu og upplýsingatækni. Hann hefur síðan árið 2000 verið í forgrunni í brautryðjendastarfi hvað varðar kortaútgáfu, rafeyrisveski og nýsköpun í greiðslulausnum innan Evrópu. Árið 2008 nefndi The Financial Times hann einn af fremstu viðskiptaleiðtogum Búlgaríu, sérfræðing og skipuleggjanda á sviði fjármálaafurða.

Christo er með meistaragráðu í hug- og vélbúnaðarverkfræði frá tækniháskólanum í Varna, meistaragráðu í hagfræði, bankastjórnun og fjármálum frá hagfræðiháskólanum í Varna og framhaldsstigssérhæfingu á sviði hagfræði frá háskólanum í Delaware í Bandaríkjunum.

Lestu meira um myPOS framkvæmdastjórann Robert Jenkins

Robert Jenkins

Forstöðumaður myPOS World

Robert byrjaði sem fjárfestir í London, Bretlandi, og varð ekki löngu seinna meðstofnandi og forstjóri CloudSigma, sem er opinbert IaaS skýjafyrirtæki.

Hann hefur eytt síðustu 15 árum sem frumkvöðull, stofnað og ræktað fyrirtæki - frá byrjun að markaðssamþykki og vöruvitund. Robert er með hagfræðigráðu frá Cambridge háskóla.

Lestu meira um myPOS framkvæmdastjórann Michael Destraz

Michael Destraz

Forstöðumaður myPOS World

Hefur yfir 30 ára reynslu af framkvæmdastjórn í einkabankageiranum, eignastýringu, fjármálum fyrirtækja og samruna og yfirtöku. Michael er viðriðinn ýmiskonar umboðum á stjórnunarsviði, eins og skýjavinnslu, neytendafjármálum, ráðgjöf í stofnanafjárfestingu og -högun.

Hann er með meistaragráðu í Evrópu- og alþjóðaviðskiptalögfræði frá háskólanum í St. Gallen í Sviss og MBA-próf í fjármálastjórnun frá National University í San Diego í Kaliforníu.

Lestu meira um Adrian Butterworth, forstöðumann lögfræðisviðs og aðalforstöðumann regluvörslu fyrir myPOS

Adrian Butterworth

Forstöðumaður regluvörslu, lagasviðs og áhættustýringar og ábyrgðarmaður aðgerða gegn peningaþvætti hjá myPOS Europe

Adrian hefur rúmlega 20 ára reynslu í fjármálaþjónustulögum og regluvörslu eftir að hafa unnið fyrir breskar eftirlitsstofnanir og tekið að sér alls kyns hlutverk innanhúss í fjárfestingabankastarfsemi, eignastýringu, og eins í fyrirtækja- og einkabönkum.

Adrian er með gráðu í lögfræði og stjórnmálum og var kallaður til breska lögmannafélagsins í Middle Temple í Bretlandi.

Lestu meira um myPOS aðalregluvörðinn Joshua Vittoi

Joshua Vittori

Fyrirtækjaþróunarstjóri

Joshua hefur eytt síðustu sex árum hjá leiðandi fjármálastofnunum og hefur öðlast víðtæka reynslu í fjárfestingarbankastarfsemi, einkabankastarfsemi og hópáhættu, einnig með því að vinna með fjármálayfirvöldum varðandi tilmæli og eftirlitsskyldur.

Hann er með gráðu í viðskiptahagfræði frá Westminster háskóla og ICA diplómu í fjármálaafbrotavörnum.

Lestu meira um myPOS framkvæmdastjórann Irfan Rasmally

Irfan Rasmally

Framkvæmdastjóri hjá MyPOS World

Irfan hefur leitt fyrirtækjaþróun myPOS síðan 2014 og hefur gegnt lykilhlutverki í að komast inn á 24 markaði á aðeins fjórum árum. Hefur yfir 15 ára reynslu í greiðslugeiranum, áhættustjórnun, stýringu eignasafna viðskiptavina fyrir rafeyrisstofnanir, viðtökubanka og greiðsluþjónustuveitendur.

Hann er með meistaragráðu í tölvunarfjármálum frá Mauritius háskóla. Ber ábyrgð á viðskiptaþróun.