myPOS búnaður - þráðlaus kortalesari

Algengar spurningar

 • Allt sem þú þarft að vita um myPOS auðkenningarferlið með myndspjalli

  1. Hvað er auðkenning með myndspjalli?

  Auðkenning með myndspjalli er ferli þar sem myPOS staðfestir auðkenni viðskiptavina sinna. Þetta er fimm mínútna myndspjall með starfsmanni myPOS.

  Það eina sem viðskiptavinur þarf til að fara í gegnum auðkenningarferlið eru gild skilríki eða vegabréf með mynd. Athugaðu að myPOS fulltrúinn mun þurfa að sjá raunverulegt vegabréf eða skilríki, ekki afrit af því.

  2. Hvers vegna krefst myPOS auðkenningar með myndspjalli?

  myPOS er löglega skylt að staðfesta auðkenni hvers og eins söluaðila, þar sem við erum greiðsluþjónustuveitandi, skráð í Bretlandi og lútum eftirliti breska Financial Conduct Authority. Auðkenning okkar með myndspjalli er mikilvægur hluti stefnu okkar um könnun á áreiðanleika viðskiptavina. Ekki er hægt að fá undanþágu frá henni.

  3. Er auðkenning með myndspjalli löglegt ferli?

  Já. Auðkenning með myndspjalli er nýtt öryggisferli sem er að feta sína leið um allan heim. Í samræmi við 4. tilskipun ESB um baráttu gegn peningaþvætti er öllum stofnunum sem bjóða upp á fjármálaþjónustu skylt að staðfesta auðkenni þriðja aðila áður en stofnað er til viðskiptasambands.

  4. Hversu öruggt er auðkenningarferlið með myndspjalli?

  Við höfum gert allar nauðsynlegar ráðstafanir til að meðhöndla persónuupplýsingar þínar á öruggan hátt. Auðkenningarferlið með myndspjalli notar gagnadulkóðun og geymslu á öruggum þjónum í Lúxemborg. Aðeins starfsfólk með stranga heimild getur haft aðgang að persónuupplýsingum þínum.

  5. Eru aðrar öryggisráðstafanir gerðar en auðkenning með myndspjalli?

  myPOS gerir sitt besta til að bjóða öllum söluaðilum sínum upp á framúrskarandi öryggi á öllum aðgerðarsviðum. Til dæmis vöktum við hverja færslu og tilkynnum þér ef við höfum minnsta grun um sviksamlegt athæfi.

  6. Er myndbandsauðkenning vinsæl?

  Þetta er nýstárlegasta leiðin til að skoða auðkenni einhvers og myPOS er leiðandi á þessi sviði þar sem við erum eitt fárra fyrirtækja í Evrópu sem notar þessa aðferð í dag.

  Var þessi grein gagnleg?

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Sendu okkur ábendingar

Við notum vafrakökur

Við notum vafrakökur og aðra eftirlitstækni til að bæta vefsíðuna okkar og veita gestum vefsíðu okkar markmiðaðar upplýsingar. Læra meira

Að öðrum kosti getur þú stillt vafrakökurnar þínar .