myPOS búnaður - þráðlaus kortalesari

Algengar spurningar

 • Staðfesting á auðkenni

  Staðfesting á auðkenni er fimm mínútna myndspjall við einn úr myPOS teyminu sem þarf að eiga til að myPOS geti staðfest auðkenni söluaðilans. Samkvæmt fjórðu reglugerð Evrópusambandsins um peningaþvætti, þá eru allar stofnanir sem veita fjármálaþjónustu skyldugar til að staðfesta auðkenni þriðja aðila áður en stofnað er til viðskiptasambands. myPOS er lagalega skylt að staðfesta auðkenni hvers og eins söluaðila.

  Til að gera staðfestingarferlið einfaldara og auðveldara fyrir söluaðilana, þá hefur myPOS dregið það saman í fjögur þrep. Það sem söluaðili þarf til að klára staðfestingu á auðkenni er vegabréf í gildi eða skilríki með mynd. Athugaðu að myPOS fulltrúinn mun þurfa að fá að sjá hið raunverulega vegabréf eða skilríki, ekki afrit.

  1. Tölvupóstur er sendur á það tölvupóstfang sem gefið var upp þegar reikningurinn var búinn til, opnaðu póstinn og smelltu á uppgefinn hlekk til að staðfesta skráningu á myPOS
  2. Sæktu myPOS appið og byrjaðu myndspjallið
  3. myPOS þjónustuaðilinn lóðsar þér í gegnum auðkenningu á myndbandi
  4. myPOS teymið mun síðan skoða auðkennisskjalið sem gefið var og staðfesta fullnustu auðkennisstaðfestingar innan 8 virkra klukkutíma

  Eftir auðkennisstaðfestinguna mun söluaðilinn þurfa að láta í té lagaskjöl sem staðfesta auðkenni fyrirtækisins. Þau skjöl sem þarf fara eftir rekstrarformi fyrirtækisins.

  Var þessi grein gagnleg?

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Sendu okkur ábendingar