myPOS búnaður - þráðlaus kortalesari

Algengar spurningar

Vinsælar spurningar

 • Hvernig skal opna myPOS reikning?

  Að opna myPOS reikning er auðvelt og hægt er að gera það á netinu. Skráðu þig hnappurinn er sýnilegur á hverri síðu myPOS vefsíðunnar. Smelltu á hnappinn og fylgdu leiðbeiningunum. Beðið verður um eftirfarandi upplýsingar:

  • Rekstrarform - samkvæmt íslenskum viðskiptalögum
  • Innskráningarupplýsingar - þær upplýsingar sem söluaðilinn mun nota til að skrá sig inn á myPOS reikninginn
  • Fyrirtækjaupplýsingar - Almennar upplýsingar um iðnaðinn, starfsemina og heimilisfang fyrirtækisins, auk fyrirtækja- og skattanúmers.
  • Upplýsingar um framkvæmdastjóra - ef við á
  • Upplýsingar um manneskjuna sem opnar reikninginn- ef þær eru aðrar en upplýsingar um framkvæmdastjóra
  • Eignarhaldsform - ef við á. myPOS þarf að vita um alla þá hagsmunaaðila, ef einhverjir eru, sem eiga eða stjórna meira en 25% af fyrirtækinu.
  • Viðbótarupplýsingar - almennar upplýsingar um staðsetningu fyrirtækisins og um árstíðarsveiflur, tekjulind (tilskildar samkvæmt lögum), áætluð ársvelta og meðal færsluupphæð.

  Þegar gátreiturinn til að taka á móti lagaskjölum frá myPOS er valinn verður fjögurra stafa kóði virkjaður og sendur á það farsímanúmer sem gefið var upp með textaskilaboðum. Kóðann skal slá inn í þartilgerðan reit. Kóðinn ætti að berast innan einnar mínútu eftir að reiturinn var valinn. Ef ekki berst kóði innan þess tíma má smella á „Fá símtal“ hnappinn.

  Sérkóðareitinn (valfrjálst) ætti aðeins að velja ef skráningin er gerð ásamt viðurkenndum myPOS dreifingaraðila eða ef myPOS tæki var keypt í gegnum viðurkenndan myPOS dreifingaraðila.

  Um leið og reikningur hefur verið opnaður mun tölvupóstur vera virkjaður og sendur á uppgefið tölvupóstfang. Tölvupósturinn inniheldur upplýsingar um staðfestingu á auðkenni.

 • Hvaða gjöld eru fyrir myPOS reikninginn?

  Þau gjöld og takmörk sem myPOS setur má sjá hér.

 • Hvernig geri ég Staðfestingu á auðkenni?

  Til að gera staðfestingarferlið einfaldara og auðveldara fyrir viðskiptavinina, þá hefur myPOS dregið það saman í fjögur þrep. Það sem söluaðili þarf til að klára staðfestingu á auðkenni er vegabréf í gildi eða skilríki með mynd. Athugaðu að myPOS fulltrúinn mun þurfa að fá að sjá hið raunverulega vegabréf eða skilríki, ekki afrit.

  1. Tölvupóstur er sendur á það tölvupóstfang sem gefið var upp þegar reikningurinn var búinn til, opnaðu póstinn og smelltu á uppgefinn hlekk til að staðfesta skráningu á myPOS
  2. Sæktu myPOS appið og byrjaðu myndspjallið
  3. myPOS þjónustuaðilinn lóðsar þér í gegnum auðkenningu á myndbandi
  4. myPOS teymið mun síðan skoða auðkennisskjalið sem gefið var og staðfesta fullnustu auðkennisstaðfestingar innan 8 virkra klukkutíma

  Eftir auðkennisstaðfestinguna gæti söluaðilinn þurft að láta í té lagaskjöl sem staðfesta auðkenni fyrirtækisins. Þau skjöl sem þarf fara eftir rekstrarformi fyrirtækisins.

 • Hvað gerist ef upp kemur vandamál og ég þarf að fá að tala við einhvern frá myPOS utan vinnutíma?

  myPOS er með þjónustumiðstöð og eftirlit með svikastarfsemi sem opin eru allan sólarhringinn. myPOS þjónustufulltrúi er til taks hvenær sem er sólarhringsins.

  Eins og er býður myPOS upp á viðskiptaþjónustu á ensku, ítölsku, spænsku, frönsku, þýsku, hollensku, rússnesku, grísku og búlgörsku.

 • Af hverju að velja myPOS þjónustu fram yfir banka?

  myPOS býður fyrirtækjum upp á alls kyns ávinninga og eiginleika ofan á greiðslulausnir fyrir allar greiðslugerðir.

  Eins og hver annar banki þá býður myPOS upp á:

  • Netbanka fyrir færslur og fjöldafærslur
  • Úttekt á reiðufé úr hraðbönkum sem taka við VISA
  • Posa til að taka við staðgreiðslum
  • Virtual Terminal fyrir MO/TO greiðslur

  Ólíkt öðrum bönkum býður myPOS upp á:

  • ENGIN mánaðar- eða ársgjöld
  • ENGAR samningsskyldur
  • Tafarlaus uppgjör allra greiðslna
  • IBAN í mörgum gjaldmiðlum (allt að 50)
  • Ókeypis VISA debetkort(allt að 10 kort)
  • Ókeypis gagnakort sem tryggir farsímatengingu hvar sem er í Evrópu gjaldfrjálst
  • Netþjónustu eins og greiðsluhnappa og -hlekki, greiðslubeiðnir og Checkout
  • Áfyllingarþjónustu fyrir alls kyns þjónustuveitendur um allan heim
  • Private Label Gift Card kort