Algengar spurningar

 • Rafeyrir

  Viltu vita meira um rafeyri? Við erum hér til að aðstoða þig!

  Hvað er rafeyrir og er hann áþreifanlegur?

  Rafeyrir jafngildir alvöru peningum og þó hann sé ekki áþreifanlegur er hægt að kaupa allt með rafeyri.

  En hvar er rafeyrir þá geymdur?

  Rafeyrir er geymdur inni á reikningum, alveg eins og áþreifanlegir peningar. Hins vegar eru þannig reikningar miklu öruggari.

  Hvenær varð rafeyrir til?

  Fyrstu Evróputilskipanir um rafeyri ná aftur til ársins 2000 og rafeyrir hefur lotið eftirliti Evrópuþingsins síðan þá.

  Hvers vegna varð rafeyrir til?

  Markmið sköpunar hans var að vega upp á móti einokun banka hvað varðar há gjöld og markaðsreglugerðir.

  Hverjir standa á bakvið rafeyrisreikninga?

  Fjármálastofnanir, svipaðar bankanum þínum, og eru kallaðar „rafeyrisstofnanir“, standa á bakvið þessa reikninga. Þær hafa rétt á að gefa út og nota rafeyri.

  Hvað verður um peningana mína þegar þeir eru geymdir hjá rafeyrisstofnun?

  Peningarnir þínir eru geymdir á svokölluðum aðskildum reikningum, sem tryggja friðhelgi fjármuna viðskiptavina og leyfa ekki notkun á þeim til lána eða fjárfestinga.

  Hvað get ég gert með rafeyri?

  Allt sem þú getur gert með pappírspeninga. Og ef þú tekur út rafeyri í hraðbanka breytist hann í pappírspeninga.

  Hversu öruggur er rafeyrir og greiðslur gerðar með honum?

  Rafeyrisfærslur eru afar öruggar vegna margþrepa auðkennisferla fyrir viðskiptavini og háþróaðrar tækni sem notuð eru.

  Get ég sent rafeyri erlendis?

  Auðvitað! Þú getur sent rafeyri til og frá hvaða fjármálastofnun sem er um allan heim.

  Hefur rafeyrir annars konar kosti?

  Já! Rafeyrir er fljótasta, auðveldasta og öruggasta leiðin til að senda eða taka við peningum fyrir afar lítið gjald á netreikningi þínum, hvar og hvenær sem er.

  Hefur myPOS leyfi til að vinna með rafeyri?

  myPOS Europe Ltd er skráð í London, Bretlandi, og hefur leyfi frá Financial Conduct Authority sem fjármálastofnun með rafeyri samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins 2009/110/EB (eða „EMD“) og eins reglugerðum frá árunum 2011 og 2017.

  Var þessi grein gagnleg?

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Sendu okkur ábendingar

Hafðu samband við okkur

Við notum vafrakökur

Við notum vafrakökur og aðra eftirlitstækni til að bæta vefsíðuna okkar og veita gestum vefsíðu okkar markmiðaðar upplýsingar. Læra meira

Að öðrum kosti getur þú stillt vafrakökurnar þínar .

2-3