myPOS búnaður - þráðlaus kortalesari

Algengar spurningar

GDPR

 • Hvað er GDPR?

  GDPR-reglugerðin er ný evrópsk lagasetning sem kemur í stað tilskipunarinnar 95/46/EB um vinnslu persónuupplýsinga.

  GDPR er gerð til að samræma lög um meðferð persónuupplýsinga um alla Evrópu og færa einstaklingum aukið öryggi og stjórn á þeim. Í GDRP er 99 greinar sem útskýra réttindi einstaklinga og leggja skyldur á herðar fyrirtækjum sem fara með persónuupplýsingar.

  Evrópuþingið og Evrópuráðið samþykktu reglugerðina í apríl 2016 og tekur hún gildi hinn 25. maí 2018.

  Á hverja hefur GDPR-reglugerðin áhrif?

  GDPR hefur áhrif á öll félög í Evrópu sem safna, vinna og flytja persónuupplýsingar. Þær eiga einnig við um rekstur utan Evrópu sem selur inn á Evrópumarkað eða starfar innan Evrópska Efnahagssvæðisins (EES).

  Fyrir þig sem einstakling og skjólstæðing myPOS, þýðir GDPR að:

  • Þú getur fengið ítarlegar upplýsingar um söfnun og vinnslu persónuupplýsinga þinna. Þær má nálgast í persónuverndarstefnu okkar.
  • Þú átt rétt á að fara fram á að upplýsingum um þig verði eytt eða breytt.

  myPOS og GDPR

  Öryggi er meðal forgangsmála í myPOS. Við vinnum stöðugt að því að innleiða gangverk og ferli sem tryggja að upplýsingar um viðskiptavini okkar séu í traustum höndum hjá okkur.

  myPOS er lögformleg rafeyrisstofnun sem beitir hátæknilausnum í fremstu röð og grípur til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að við förum með upplýsingar um viðskiptavini í samræmi við GDPR. Við beitum einnig upplýsingaöryggisstefnu og ferli sem verndar persónuupplýsingar fyrir aðgangi, breytingum, leka eða eyðileggingu í heimildarleysi.

  Við höfum uppfært persónuverndarstefnu okkar í samræmi við GDPR þar sem skráð er og útlistað hvernig við förum með persónuupplýsingar og látum þær í hendur þriðja aðila. Hægt er að nálgast persónuverndarstefnu okkar í heild sinni hér.

  Hvaða persónuverndarupplýsingum söfnum við?

  1. Upplýsingum til að veita myPOS-þjónustu

  Í þessum flokki eru upplýsingar um rekstur, uppruna innkomu, skattalega stöðu, greiðslufærslur o.s.frv. og nánari persónuupplýsingar sem við söfnum gegnum vefsíðu okkar og myndbandsspjall til að bera kennsl á fólk.

  1. Upplýsingar sem safnað er með samþykki viðskiptavinar

  Viðskiptavinir velja stundum að gefa upp tengiupplýsingar í nafnaskrá og nánari upplýsingar sem þarf til að taka þátt í skoðanakönnunum eða kynningum.

  1. Upplýsingar sem við söfnum þegar viðskiptavinur notar myPOS-þjónustuna

  myPOS notar vafrakökur og aðra tækni til að safna nauðsynlegum upplýsingum til að tryggja viðskiptavinum frábæra upplifun.

  Við notum persónuupplýsingar eingöngu til að veita og bæta myPOS-þjónustu og tryggja viðskiptavinum okkar sem mest öryggi og vernd.

  Hvernig á að búa reksturinn undir GDPR?

  Ef ekki er vitað hvar byrja skuli við undirbúning fyrir GDPR má athuga eftirfarandi einföld ráð.

  • Skera þarf úr um hvort fyrirtækið er gagnavinnsluaðili eða ábyrgðaraðili gagna (eða hvort tveggja).

  Mismunandi kröfur og skyldur eru eftir því í hvaða flokki fyrirtækið lendir. Sjá nánar vefsíðu Evrópusambandsins.

  • Framkvæmið kortlagningu gagna til að komast að hvernig persónuupplýsingar eru varðveittar og unnar.

  Í fyrsta lagi þarf að kanna hvernig upplýsingum um viðskiptavini er safnað, þær unnar og varðveittar. Í öðru lagi þarf að ganga úr skugga um að ferli og aðferðir séu í samræmi við GDPR. Komið á breytingum eftir þörfum.

  • Biðja skal um samþykki fyrir að safna persónuupplýsingum

  Fá verður skýrt samþykki frá viðskiptavinum og gera sér ljóst hvernig upplýsingarnar verði notaðar þegar beðið er um samþykki.

  • Fara skal yfir persónuverndarstefnuna og aðra skráningu

  Vinna skal náið með lagadeild og uppfæra allar skrár þannig að þær endurspegli hvernig unnið er samkvæmt skilmálum GDPR og farið er með persónuupplýsingar.

  Viltu vita meira um GDPR? Finna má lagatexta GDPR-reglugerðarinnar í heild sinni hér.

  Var þessi grein gagnleg?

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Sendu okkur ábendingar