myPOS búnaður - þráðlaus kortalesari

Algengar spurningar

Vinsælar spurningar

 • Tölvupóstfangið mitt/símanúmerið mitt er ekki virkt lengur og ég hef ekki lengur aðgang að myPOS.

  Vinsamlega hafðu samband við þjónustuverið okkar og gefðu upp nýja tölvupóstfangið þitt eða nýja símanúmerið. Af öryggisástæðum mun myPOS fulltrúi staðfesta auðkenni þitt áður en beiðni þín verður unnin.

 • Ég gleymdi PIN númerinu fyrir kortið mitt. Hvað þarf ég að gera?

  Ef þú hefur gleymt PIN númerinu þínu og þú stimplaðir það vitlaust inn þrisvar sinnum í röð mun Business Card kortið þitt læsast. Þetta er gert þér til verndunar og þú þarft að hafa samband við þjónustuverið okkar til að aðstoða þig við að opna það aftur.

  Þjónustuverið aðstoðar þig einnig með PIN númerið. Þegar búið er að auðkenna þig muntu fá símanúmer. Þetta númer er öruggt og sérstaklega notað í þeim tilgangi að veita PIN kóða. Beðið verður um að þú sendir textaskilaboð í þetta númer með eftirfarandi texta: myPOS + bil + XXXXXX (síðustu 6 stafirnir í kortanúmerinu). Textaskilaboð verða búin til sem innihalda PIN númerið þitt. Athugaðu að skilaboðin verður að senda úr farsímanum sem notaður var þegar myPOS reikningurinn var opnaður. PIN númerið verður einnig sent á þetta farsímanúmer.

  Til þess að auðveldara sé að leggja PIN númerið þitt á minnið getur þú breytt PIN númerinu í hvaða hraðbanka sem er. Veldu Breyta PIN númeri úr valmynd hraðbankans og fylgdu leiðbeiningunum.

  Hér fyrir neðan má finna nokkrar PIN öryggisábendingar:

  • Forðastu einfalda númeraröðun eins og 1234 og 0000 eða endurtekningar eins og 1122 og 8899
  • Forðastu mikilvægar dagsetningar eins og fæðingarár þitt eða afmælisdag ástvinar
  • Forðastu að nota hvaða hluta sem er úr kennitölu þinni eða VSK númeri fyrirtækisins þíns
  • Forðastu að nota hvaða hluta sem er úr heimilisfanginu þínu eða símanúmeri
 • Hvar sé ég Gjöld og takmörk

  Gjöld og takmörk sem eiga við myPOS má sjá hér.

 • Ég er með spurningu varðandi kortafærslu sem var hafnað og/eða læsta upphæð

  Business Card kort getur verið hafnað af nokkrum ástæðum:

  • myPOS kortið þitt hefur verið læst fyrir þá færslu sem þú ert að reyna að gera. Af öryggisástæðum getur myPOS kortið þitt verið læst fyrir ákveðnum færslum. Þú getur skoðað öryggisstillingar fyrir kortið þitt með því að skrá þig inn á reikninginn þinn, undir Kort flipanum, Stillingarhlutinn. Athugaðu að öryggisstillingar geta verið settar fyrir hvert og eitt kort. Ef þú ert með fleira en eitt kort, veldu hið rétta til að tryggja að kortið hafi ekki verið læst fyrir ákveðnum færslum.
  • Einnig af öryggisástæðum er myPOS Business Card kortið þitt með mörk á færsluupphæð og fjölda færslna. Mörk á kortinu þínu má sjá á myPOS reikningnum þínum undir Mörk í neðanmálsgreininni á hverri síðu.
  • Þegar reynt er að gera færslu á netinu getur kortinu þínu verið hafnað ef eitthvað af upplýsingum kortsins var ekki rétt skrifað. Athugaðu upplýsingarnar og reyndu aftur.

  Þegar notuð er leiguþjónusta eða sjálfsafgreiðslustaður getur það gerst að þjónustuveitandi læsir ákveðinni upphæð á reikningnum þínum. Upphæðinni er venjulega haldið í 45 daga og síðan leyst aftur. myPOS fulltrúi getur aðstoðað þig að leysa upphæðina fyrr, athugaðu að hann gæti beðið um nánari gögn.

 • Hversu langan tíma tekur það fyrir SEPA eða SWIFT færslu að fara í gegn?

  SEPA færsla fer í gegn á 2 til 3 virkum dögum, SWIFT færsla á 3 til 5 virkum dögum.

  Færsla getur stundum dregist ef upplýsingar um greiðsluþegann hafa verið slegnar vitlaust inn. Til dæmis ef nafn greiðsluþegans var stimplað inn þar sem nafn fyrirtækisins hefði átt að vera.

 • PayPal færslur sem eru gerðar með VISA viðskiptakortinu mínu eru í röngum gjaldmiðli, hvað á ég að gera?

  Það er líklegt að PayPal getur ekki borið kennsl á gjaldmiðil VISA viðskiptakortsins þíns. Til að leysa þetta skaltu vinsamlega senda PayPal beiðni með því að fylgja einföldu skrefunum hér fyrir neðan:

  1. Skráðu þig inn á PayPal
  2. Skrunaðu neðst á síðuna og veldu Help
  3. Veldu Message Center
  4. Fylltu inn í nauðsynlega reiti á eyðublaðinu (sjá skjáskot)

   Skilaboðin til PayPal ættu að innihalda fjórar síðustu tölurnar á kortinu þínu, og eins samsvarandi gjaldeyri. Hér er sniðmát sem þér gæti þótt hentugt: Vinsamlega breyttu sjálfvöldum gjaldmiðli fyrir kortið mitt sem endar á XXXX í XXX (gjaldmiðill myPOS VISA kortsins þíns).

  5. PayPal mun gera breytingarnar og staðfesta
 • Ég hef pantað / mig langar að panta myPOS Business Card kort, hversu langan tíma tekur það kortið að koma?

  Afhending á myPOS Business Card kortinu þínu fer eftir þeirri sendingarleið sem þú valdir þegar pöntunin var gerð. myPOS býður upp á hraðsendingarþjónustu - öruggari og hraðari valkost en aðeins er hægt að gera hana á venjulegum opnunartíma. Að öðrum kosti er hægt að láta senda þér kortið með pósti, endurgjaldslaust en afhendingin tekur lengri tíma.