myPOS búnaður - þráðlaus kortalesari

Algengar spurningar

 • Ábyrgð, skilastefna og stolin tæki

  Mikilvægt

  Þessi vara, þar með talið myPOS tækið og myPOS Business Card kortið („varan”), er ekki tilgreind í neytendalögum, þar með talið tilskipun Evrópunefndar um neytendavernd og tilskipun um fjarsölu. Þessi vara er ekki ætluð neytendum sem þýðir að einstaklingar eiga ekki að nota vöruna utan rekstursins. Þessi vara stendur fyrir fjármálaþjónustu og er aðeins ætlað að taka við greiðslum fyrir þjónustu og vörur í boði einstaklinga eða lögaðila með löglega atvinnustarfsemi.

  Ábyrgðarsamningur

  • Ábyrgðarsamningurinn fyrir myPOS tæki gildir í 1 ár frá kaupdagsetningu.
  • Ábyrgðin nær ekki yfir snúrur, fylgihluti, klær eða hleðslutæki, eða aðra hluti, aðra en myPOS tæki og VISA debetkort í myPOS pakkanum.

  Skilastefna | Að skipta gölluðum myPOS pakka

  • Viðskiptavinur (einnig callaður söluaðili) getur skilað öllum myPOS pakkanum, þar með talið myPOS tækinu og myPOS Business VISA kortinu, innan 1 (eins) árs frá því að myPOS pakkinn var pantaður af viðskiptavininum og með því að standast þær kröfur sem talað er um í skilastefnunni.
  • Viðskiptavinur ætti ekki að opna myPOS tæki og/eða reyna að gera við gallann. Það verður álitið sem galli sem viðskiptavinurinn hefur valdið og myPOS mun ekki hlíta skuldbindingum sínum samkvæmt skilastefnunni.
  • Sumir myPOS dreifingaraðilar hafa leyfi til að veita viðskiptaþjónustu eftir að sala hefur verið gerð og gætu tekið gallaða myPOS tækið til baka. Ef tækið var keypt í gegnum myPOS dreifingaraðila eða fulltrúa, vinsamlega hafðu samband við þá til að spyrja um skilastefnu þeirra.

  Förgun

  Söluaðilinn ætti ekki að farga myPOS tækjum, þar með talið rafhlöðunni, snúrum eða öðrum hlutum, með venjulegu heimilissorpi. Ef myPOS tækið virkar ekki, vinsamlega sendu það í viðgerð í samræmi við myPOS skilastefnuna sem hægt er að sjá á www.mypos.eu/legal/return_policy

  Fyrir nánari upplýsingar um viðgerðar- og skilaferlið, vinsamlega hafðu samband við þjónustuverið.

  Stolin tæki

  Frá og með virkjunardegi er myPOS tækið varanlega tengt við myPOS rafeyrisreikning söluaðilans. Jafnvel þótt tækinu sé stolið eða það týnist munu hverjar þær greiðslur sem gerðar eru vera lagðar inn á sama fyrirtækjareikninginn.

  Ef tækið týnist eða er stolið, vinsamlega gerðu það óvirkt strax og hafðu tafarlaust samband við myPOS þjónustuverið.

  Til að óvirkja tækið, skráðu þig inn á myPOS reikninginn, farðu inn í Tæki flipann, veldu tækið af listanum vinstra megin, smelltu á Stillingar undir tækismyndinni og gerðu tækið óvirkt.

  Var þessi grein gagnleg?

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Sendu okkur ábendingar