Tengingar
myPOS tækin er hægt að nettengja í gegnum 3G/GRPS, Bluetooth, Wi-Fi tengingu.
3G/GRPS
Öll tæki eru útbúin innbyggðu gagnakorti fyrir 3G/GPRS tengingu. Kortið er ókeypis og gerir söluaðilum kleift að nota myPOS tækið sitt hvar sem er í Evrópu.
Bluetooth
Að nettengja myPOS tæki með því að nota einungis Bluetooth er aðeins hægt á Android tækjum.
- SKREF 1: Náðu í og settu upp ókeypis myPOS Bluetooth Service appið úr Google Play Store.
- SKREF 2: Opnaðu appið og það mun sjálfkrafa setja af stað samskiptaþjónustu. Lokaðu appinu.
Wi-Fi eða personal hotspot
Athugaðu að dulkóðunaraðferðir fyrir Wi-Fi tengingar eru WPA og WPA2. Skrefin til að tengja myPOS tækið við Wi-Fi eru mismunandi eftir tækjum.
- SKREF 1: Veldu “Wi-Fi” úr TENGINGARLEIÐ valmyndinni með því að ýta á (1). Tækið mun skanna eftir fáanlegum Wi-Fi tengingum í næsta nágrenni og mun sýna lista með nöfnum þeirra á skjánum.
- SKREF 2: Finndu Wi-Fi tenginguna og veldu hana með því að ýta á númer hennar (frá 1 upp í 6). Ef það eru fleiri en 6 fáanlegar tengingar á listanum, farðu á næstu síðu á listanum með því að ýta á STILLINGAR. Ef Wi-Fi tengingin finnst ekki á listanum, ýttu á (X) og tækið mun athuga aftur fáanlegar Wi-Fi tengingar. Gakktu úr skugga um að tækið sé í færi við tenginguna.
- SKREF 3: Ef lykilorð þarf til að tengjast við Wi-Fi mun tækið sýna Wi-Fi lykilorðaskjáinn til að stimpla inn lykilorðið. Ef lykilorðið inniheldur tölustafi, ýttu á viðeigandi lykil. Ef það inniheldur bókstafi eða önnur tákn, ýttu á viðeigandi lykil og svo á F2 eins oft og þarf þar til réttur bókstafur kemur fram. Ef mistök eru gerð, ýttu á (>) til að eyða síðustu færslu. Þegar lykilorð hefur verið stimplað inn, ýttu á (O) til þess að klára aðgerðina.
Þegar tækið hefur tengst við Wi-Fi tengingu mun það gera prófun á tengingunni við myPOS kerfi. Ef tengingarprófunin heppnast ekki mun tækið sýna villumeldingu. Athugaðu ef Wi-Fi tengingin virkar og endurtaktu skrefin.
Gakktu út skugga um að myPOSCombo er nálægt Wi-Fi tengingunni. Kveiktu á tækinu og bíddu í nokkrar sekúndur þar til það klárar að ræsa sig. Ef skjárinn sýnir TENGINGARLEIÐ, vinsamlega farðu í Skref 1 fyrir neðan. Ef Bluetooth valmyndin kemur upp, ýttu á (< CLEAR) til að fara aftur á TENGINGARLEIÐ og farðu í Skref 1 fyrir neðan. Ef skjárinn sýnir eitthvað annað, vinsamlega ýttu á (X CANCEL) til að fara úr núverandi aðgerð, ýttu svo á FUNC takkann á lyklaborðinu til að fara inn í STILLINGARVALMYND 1 og veldu Breyta tengingarleið (3).
- SKREF 1: Veldu “Wi-Fi” í TENGINGARLEIÐ valmyndinni með því að ýta á (1) á lyklaborðinu. myPOS Combo mun skanna eftir fáanlegum Wi-Fi tengingum í næsta nágrenni og mun sýna lista með nöfnum þeirra á skjánum.
- SKREF 2: Finndu Wi-Fi tenginguna og veldu hana með því að ýta á númer hennar (frá 1 upp í 6) á lyklaborðinu. Ef það eru fleiri en 6 fáanlegar tengingar á listanum, farðu á næstu síðu á listanum með því að ýta á (˅). Ef Wi-Fi tengingin er ekki á listanum, ýttu á (CANCEL X) og myPOS Combo mun skanna aftur eftir fáanlegum Wi-Fi tengingum. Gakktu úr skugga um að tækið sé í færi við tenginguna.
- SKREF 3: Ef lykilorð þarf til að tengjast við Wi-Fi mun myPOS Combo sýna Wi-Fi lykilorðaskjáinn til að stimpla inn lykilorðið. Ef lykilorðið inniheldur tölustafi, ýttu á viðeigandi lykil. Ef það inniheldur bókstafi, ýttu á viðeigandi lykil og skiptu yfir í bókstafi með því að ýta á ALPHA hnappinn á lyklaborðinu nokkrum sinnum til að velja réttan staf. Ef mistök eru gerð, ýttu á gula takkann (< CLEAR) til að eyða síðustu færslu. Þegar stimplað hefur verið inn lykilorð, ýttu á græna takkann (O ENTER) til þess að klára aðgerðina.
Þegar myPOS Combo hefur tengst við Wi-Fi tengingu mun það gera prófun á tengingunni við myPOS kerfi.
Gakktu úr skugga um að myPOS Mini sé í færi við tenginguna. Kveiktu á tækinu og bíddu í nokkrar sekúndur þar til það klárar að ræsa sig. Ef skjárinn sýnir TENGINGARLEIÐ, vinsamlega farðu í SKREF 1 fyrir neðan. Ef Bluetooth valmyndin kemur upp, ýttu á (<) til að fara aftur á TENGINGARLEIÐ skjáinn og farðu í Skref 1 fyrir neðan. Annars skaltu vinsamlega ýta á (X) til að fara úr núverandi aðgerð, ýttu svo á (F2) til að fara inn í STILLINGARVALMYND 1 og veldu Breyta tengingarleið (3).
- SKREF 1: Veldu “Wi-Fi” í TENGINGARLEIÐ valmyndinni með því að ýta á (1) á lyklaborðinu. myPOS Mini mun skanna eftir fáanlegum Wi-Fi tengingum í næsta nágrenni og mun sýna lista með nöfnum þeirra á skjánum.
- SKREF 2: Finndu Wi-Fi tenginguna og veldu hana með því að ýta á númer hennar (frá 1 upp í 6) á lyklaborðinu. Ef það eru fleiri en 6 fáanlegar tengingar á listanum, farðu á næstu síðu á listanum með því að ýta á (F2). Ef Wi-Fi tengingin er ekki á listanum, ýttu á (X) og myPOS Mini mun skanna aftur eftir fáanlegum Wi-Fi tengingum. Gakktu úr skugga um að tækið sé í færi við tenginguna.
- SKREF 3: Ef lykilorð þarf til að tengjast við Wi-Fi mun myPOS Mini sýna Wi-Fi lykilorðaskjáinn til að stimpla inn lykilorðið. Ef lykilorðið inniheldur tölustafi, ýttu á viðeigandi lykil. Ef lykilorðið inniheldur bókstafi eða önnur tákn, ýttu á viðeigandi lykil og svo á F2 eins oft og þarf þar til réttur bókstafur kemur fram. Ef mistök eru gerð, ýttu á gula takkann (<) til að eyða síðustu færslu. Þegar stimplað hefur verið inn lykilorð, ýttu á græna takkann (O) til þess að klára aðgerðina.
Þegar myPOS Mini hefur tengst við Wi-Fi tengingu mun það gera prófun á tengingunni við myPOS kerfi.
- SKREF 1: Renndu niður taskbar efst á skjánum og smelltu á merkið efst í hægra horninu
- SKREF 2: Smelltu á Wi-Fi merkið og veldu nettenginguna. Gakktu úr skugga um að tækið sé nálægt nettengingunni.
- SKREF 3: Ef lykilorð þarf til að tengjast við Wi-Fi, stimplaðu inn lykilorðið í pop-up skjánum til að tengjast
Villur þegar verið er að tengja tækið og hugsanlegar ástæður:
‘Ekki tókst að ná í forheimildaraðila’
- Beinirinn hefur takmörk á netumferð eða sérstaka síu
- Beinirinn þarf sérstaka stillingu eða sérstaka TCP/IP uppsetningu á tækinu (myPOS vinnur aðeins með sjálfgefnu stillingarnar)
- Netstyrkur er ekki nógu sterkur. Netstyrkurinn er gefinn til kynna með Wi-Fi merki sem staðsett er í efra horni skjásins.