Algengar spurningar

 • Taka við greiðslum

  myPOS tækin taka við öllum gerðum af kortum - CHIP & PIN, með segulrönd og snertilaus kort, og taka við greiðslum með öllum helstu kortafyrirtækjunum, og eins greiðslum með Apple Pay og Android Pay.

  Úrvinnsla CHIP&PIN korta

  Settu kortið inn (hliðin með örgjörvanum fyrst og vísar upp) í neðstu rifuna á tækinu. Ef tækið tekur ekki við kortinu, gakktu úr skugga um að kortið sé almennilega sett inn með því að taka það út og setja aftur inn. Ef vandamálið hverfur ekki gæti eitthvað verið að kortinu. Vinsamlega biddu viðskiptavininn um annað kort.

  Kort með örgjörva þurfa venjulega PIN númer til að staðfesta færsluna. Í þeim tilfellum mun myPOS posinn sýna ENTER PIN skilaboð. Réttu viðskiptavininum posann og biddu hann að stimpla inn PIN númer og ýta á staðfestingarhnappinn þegar það er búið. Posinn mun vinna úr PIN númerinu og sýna að færslan tókst ef PIN númerið er rétt.

  Ef kortið þarf ekki PIN númer mun færslan vera unnin án þess, og posinn mun sýna að færslan tókst.

  PIN - personal identification number

  Úrvinnsla korta með segulrönd

  Renndu kortinu (segulröndin vísar upp) í gegnum toppraufina á tækinu. Gakktu úr skugga um að kortið sé almennilega sett inn og renndu því í gegnum lesarann á jöfnum hraða. Athugaðu að ekki má renna kortinu of hægt í gegn því það gæti skapað vandamál.

  Ef korti með örgjörva er rennt eins og korti með segulrönd mun posinn ekki taka við því. Vinsamlega settu kortið inn (hliðin með örgjörvanum fyrst og vísar upp) í neðstu rifuna á myPOS tækinu og fylgdu skrefunum sem sýnd eru í Úrvinnsla CHIN&PIN korta hlutanum.

  Úrvinnsla snertilausra korta

  Snertilausar greiðslur eru gerðar með snertilausu korti eða með snjallsíma.

  • Snertilaus kort: myPOS tæki taka við payWave og PayPass snertilausum kortum sem gefin eru út af Visa. Hægt er að þekkja snertilaus kort á eftirfarandi merki sem prentað er á þau:
  • Snjallsímar: myPOS tæki vinna úr greiðslum gerðar með Apple Pay og Android Pay.

  Greiðslur með snertilausum kortum og snjallsímagreiðslur eru unnar á sama hátt. Haltu kortinu eða snjallsímanum sirka 3 cm fyrir ofan skjáinn á myPOS tækinu. Ljósin fjögur á skjánum munu blikka sem getur til kynna að kortið hefur verið viðurkennt. Ef greiðslan fer í gegn mun kvikna á öllum ljósunum fjórum, síðan mun píp gefa til kynna að taka megi kortið. Greiðslan er gerð á nokkrum sekúndum.

  Stundum, venjulega fyrir hærri upphæðir, mun kortið biðja um að PIN númer sé stimplað inn. Réttu viðskiptavininum posann og biddu hann um að stimpla inn PIN númer.

  Var þessi grein gagnleg?

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Sendu okkur ábendingar

Hafðu samband við okkur

Við notum vafrakökur

Við notum vafrakökur og aðra eftirlitstækni til að bæta vefsíðuna okkar og veita gestum vefsíðu okkar markmiðaðar upplýsingar. Læra meira

Að öðrum kosti getur þú stillt vafrakökurnar þínar .

2-3