myPOS búnaður - þráðlaus kortalesari

Algengar spurningar

 • MO/TO Virtual Terminal greiðslur og rolling reserve

  MO/TO Virtual Terminal greiðsla

  MO/TO stendur fyrir Mail Order/Telephone Order (póstpöntun/símapöntun). Það er tegund af fjargreiðslu sem þýðir að viðskiptavinur getur hringt eða sent söluaðilanum tölvupóst, lagt inn pöntun og borgað með því að gefa upp greiðslukortaupplýsingar í gegnum síma eða tölvupóst.

  Söluaðilinn getur tekið við MO/TO færslum á netinu í gegnum MO/TO Virtual Terminal eða með því að nota posa. Öll myPOS tæki leyfa MO/TO greiðslur en þjónustan er ekki sjálfkrafa virk. Hafðu samband við þjónustuverið til að virkja. Þegar veitt hefur verið samþykki mun hugbúnaðurinn í myPOS tækinu uppfærast til að virkja MO/TO greiðslur.

  Til að vinna MO/TO greiðslu með posa, veldu valmöguleikann í valmynd myPOS tækisins og fylgdu leiðbeiningunum.

  Til að vinna MO/TO greiðslu á netinu í gegnum MO/TO Virtual Terminal á myPOS reikningnum þarf þjónustan að vera virkjuð líka. Söluaðilinn ætti að fylla út umsóknareyðublað á netinu, þegar veitt hefur verið samþykki mun MO/TO Virtual Terminal verða virkt.

  Athugaðu að þegar MO/TO færslur eru virkar mun rolling reserve trygging vera sett á hverja færslu.

  Rolling Reserve

  Hvað er það?
  Rolling Reserve er öryggisráðstöfun sem sett er af myPOS á allar MO/TO færslur þar sem þær eru flokkaðar sem „áhættusamar færslur“. Áhættusamar færslur eru venjulega færslur sem eru framkvæmdar án þess að raunverulegt kort sé til staðar. Færslurnar eru þannig líklegri til að vera sviksamar, geta valdið ágreiningi hjá korthafa og leitt til endurkröfu.

  Hvernig virkar það?
  10% af upphæð hverrar MO/TO færslu eru tekin frá í varúðarskyni (lægsta upphæð er EUR 1). Upphæðinni er haldið í 180 daga. Þetta tímabil gefur nógu mikinn tíma til að gefa út endurkröfu gjalds, bakfærslu og/eða bótakröfu vegna svika.

  Ef slíkt gerist mun upphæð Rolling Reserve tryggingarinnar vera notuð til að greiða kostnaðinn. Upphæð Rolling Reserve tryggingarinnar safnast saman við næstu MO/TO færslur.

  Ef engar kröfur eru gerðar eru upphæðirnar leystar aftur til söluaðilans í þeirri röð sem þær hafa safnast. Þetta þýðir að upphæðinni sem haldið var fyrir 180 dögum síðan verður leyst út á morgun og upphæðinni sem var haldið fyrir 179 dögum síðan verður leyst út ekki á morgun heldur hinn.

  Ef söluaðilinn er með reikninga í nokkrum mismunandi gjaldmiðlum þá er sérstök rolling reserve trygging gerð fyrir hvern gjaldmiðil og fráteknar upphæðir safnast saman þar.

  Þeir reikningar eru kallaðir Reserve reikningar og hægt er að skoða þá á myPOS reikningnum, undir Reikningur flipanum, í hlutanum Reserve reikningar. Það er sérstakur hluti undir Reserve reikningar sem kallast Framtíðarlosanir þar sem söluaðilinn getur séð þær upphæðir sem munu verða leystar út fyrst. Það fé sem haldið er í Reserve reikningunum mun verða leyst á tilteknum degi. Í neyðartilfellum eða undir óvenjulegum kringumstæðum getur myPOS þjónustuverið gert undantekningu og leyst féð út fyrir hinn tiltekna dag. Athugaðu að þetta fer eftir aðstæðunum í kringum beiðnina.

  Það er mögulegt að flytja fé á milli Reserve reikninga í sama eða öðrum gjaldmiðli. Millifærslur milli Reserve reikninga í öðrum gjaldmiðlum fara fram í gegnum takmörkuðu reikningana sem þeir eru tengdir við. Til dæmis ef söluaðili á tvo reikninga, annan í EUR og hinn í USD, og vill millifæra EUR 10 frá EUR Reserve reikningnum yfir í USD Reserve reikninginn, þá mun upphæðin vera millifærð frá EUR Reserve reikningnum yfir í EUR Takmarkaður reikninginn, síðan skipt yfir í USD á því gengi sem gildir þegar færslan á sér stað, og eftir á mun summan vera millifærð frá USD Takmarkaður reikningnum yfir í USD Reserve reikninginn.

  Var þessi grein gagnleg?

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Sendu okkur ábendingar