myPOS búnaður - þráðlaus kortalesari

Algengar spurningar

 • Að byrja

  Að byrja hjá myPOS tekur aðeins nokkrar mínútur og ferlið er gert á netinu.

  Að opna myPOS reikning

  Skráðu þig hnappurinn er sýnilegur á hverri síðu myPOS vefsíðunnar. Smelltu á hnappinn og fylgdu leiðbeiningunum. Beðið verður um eftirfarandi upplýsingar:

  • Rekstrarform - samkvæmt íslenskum viðskiptalögum
  • Innskráningarupplýsingar - þær upplýsingar sem söluaðilinn mun nota til að skrá sig inn á myPOS reikninginn
  • Fyrirtækjaupplýsingar - Almennar upplýsingar um iðnaðinn, starfsemina og heimilisfang fyrirtækisins, auk fyrirtækja- og skattanúmers
  • Upplýsingar um framkvæmdastjóra - ef við á
  • Upplýsingar um einstaklinginn sem opnar reikninginn - ef þær eru aðrar en upplýsingar um framkvæmdastjóra
  • Eignarhaldsform - ef við á. myPOS þarf að vita um alla þá hagsmunaaðila sem eiga eða stjórna meira en 25% af fyrirtækinu.
  • Viðbótarupplýsingar - almennar upplýsingar um staðsetningu fyrirtækisins og um árstíðarsveiflur, tekjulind (tilskildar samkvæmt lögum), áætluð ársvelta og meðal færsluupphæð.

  Þegar gátreiturinn neðst á innskráningarsíðunni er valinn verður fjögurra stafa kóði virkjaður og sendur á það farsímanúmer sem gefið var upp með textaskilaboðum. Kóðann skal slá inn í þartilgerðan reit. Kóðinn ætti að berast innan einnar mínútu eftir að reiturinn var valinn. Ef ekki berst kóði innan þess tíma má smella á „Fá símtal“ hnappinn.

  Sérkóðareitinn (valfrjálst) ætti aðeins að velja ef skráningin er gerð ásamt viðurkenndum myPOS dreifingaraðila eða ef myPOS tæki var keypt af viðurkenndum myPOS dreifingaraðila.

  Um leið og reikningur hefur verið opnaður mun tölvupóstur vera virkjaður og sendur á uppgefið tölvupóstfang. Tölvupósturinn inniheldur upplýsingar um staðfestingu á auðkenni.

  Staðfesting á auðkenni

  Staðfesting á auðkenni er stutt auðkenning á netinu sem þarf að gera til að myPOS geti staðfest auðkenni söluaðilans. Samkvæmt fjórðu reglugerð Evrópusambandsins um peningaþvætti, þá eru allar stofnanir sem veita fjármálaþjónustu skyldugar til að staðfesta auðkenni þriðja aðila áður en stofnað er til viðskiptasambands. myPOS er lagalega skylt að staðfesta auðkenni hvers og eins viðskiptavinar.

  Til að gera staðfestingarferlið einfaldara og auðveldara fyrir viðskiptavini sína, þá hefur myPOS dregið það saman í nokkurra þrepa ferli. Það sem söluaðili þarf til að klára staðfestingu á auðkenni er vegabréf í gildi eða nafnskírteini með mynd. Athugaðu að þú þarft að sýna hið raunverulega vegabréf eða nafnskírteini, ekki afrit.

  1. Tölvupóstur er sendur á það tölvupóstfang sem gefið var upp þegar reikningurinn var búinn til. Opnaðu póstinn og smelltu á uppgefinn hlekk til að staðfesta skráningu á myPOS
  2. Sæktu myPOS appið og byrjaðu auðkenningarferlið
  3. Þér verður leiðbeint í gegnum auðkenningarferlið
  4. Starfsfólk myPOS mun síðan skoða auðkennisskjalið sem gefið var og staðfesta fullnustu auðkenningar innan 72 virkra klukkustunda

  Eftir staðfestingu auðkenningar gæti söluaðilinn þurft að láta í té lagaskjöl sem staðfesta auðkenni fyrirtækisins. Þau skjöl sem þarf fara eftir rekstrarformi fyrirtækisins.

  Var þessi grein gagnleg?

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Sendu okkur ábendingar

Við notum vafrakökur

Við notum vafrakökur og aðra eftirlitstækni til að bæta vefsíðuna okkar og veita gestum vefsíðu okkar markmiðaðar upplýsingar. Læra meira

Að öðrum kosti getur þú stillt vafrakökurnar þínar .

2-3