myPOS búnaður - þráðlaus kortalesari

Algengar spurningar

 • Leiðsögn fyrir myPOS reikning

  myPOS reikningurinn veitir söluaðilum aðgang að allri þeirri þjónustu sem er í boði fyrir þá. Þjónustan er skipulögð í mismunandi flipa: Reikningar, Tæki, Kort, Millifærslur, Online, Fyrirtækjaþjónusta og Prófíll.

  Reikningar flipinn hleðst sjálfkrafa við innskráningu. Hér getur söluaðilinn skoðað lesborð reikningsins og einnig nýlegar aðgerðir á reikningnum. Ef söluaðilinn er með fleiri en einn reikning gilda upplýsingarnar hér um alla reikningana. Lesborðin og yfirlitið fyrir nýlegar aðgerðir munu sameina upplýsingarnar í aðalgjaldmiðil reikningsins.

  1. Skoðaðu inneignastöðuna fyrir síðustu 10 daga eða síðustu 30 daga
  2. Fáðu útdrátt af aðgerðaryfirliti í Excel skjali (venjulegt eða ítarlegt) eða í PDF formi
  3. Veldu hversu margar niðurstöður er hægt að sjá á hverri síðu
  4. Upphleður aðgerðaryfirlit fyrir þennan mánuð, síðasta mánuð, síðustu 3 mánuði, síðustu 6 mánuði eða yfirstandandi ár
  5. Skoðaðu nánari upplýsingar um færslur

  Sömu möguleikar eru aðgengilegir fyrir hvern viðbótarreikning. Að auki getur söluaðilinn skoðað IBAN númerið (1) og reikningsnúmerið (2) fyrir ákveðinn viðbótarreikning.

  Viðbótarmöguleikar sem eru aðgengilegir fyrir alla reikninga eru:

  • Fjármögnun- söluaðilinn getur skoðað upplýsingar um hvern reikning í fjármögnunartilgangi
  • Gengi gjaldmiðla - yfirlit yfir gengi gjaldmiðla er uppfært daglega
  • Yfirlit - reikningsyfirlit fyrir hvern reikning
  • Tryggingareikningar - upplýsingar um Rolling Reserve tryggingar fyrir MO/TO færslur
  • Stillingur - héðan getur söluaðilinn:
   1. Breytt aðalgjaldmiðli reikningsins
   2. Breytt nafni hvers reiknings
   3. Sótt IBAN vottorð eða reikningsupplýsingar í PDF formi
   4. Lokað reikningnum
   5. Skoðað kortin/tækin/þjónustuna sem eru tengd við reikninginn
   6. Laga stillingar reikningsins
    • Ákveða hvort þetta sé sjálfgildi reikningurinn fyrir færslur innan kerfis
   7. Gefa til kynna hvort reikningurinn sé sjálfgildur reikningur til að gera upp fjármagn í gjaldmiðli reikningsins
   8. Bæta við nýjum reikningi

  Tæki flipinn gerir söluaðilanum kleift að skoða öll tæki sem tengd eru við reikninginn og eins þær færslur sem gerðar hafa verið með tækjunum.

  1. Fjöldi tækja sem tengd eru við reikninginn og þá gjaldmiðla sem færslur eru samþykktar í
  2. Skoða aðgerðir með tækjum síðustu 10 daga eða síðustu 30 daga
  3. Fá aðgerðaryfirlit í Excel eða PDF
  4. Velja hversu margar niðurstöður má sjá á hverri síðu
  5. Upphleður aðgerðaryfirlit fyrir þennan mánuð, síðasta mánuð, síðustu 3 mánuði, síðustu 6 mánuði eða yfirstandandi ár
  6. Skoða nánari upplýsingar um færslur

  Sömu möguleikar eru aðgengilegir fyrir hvert tæki.

  Að auki getur söluaðilinn fengið yfirlit yfir allar forheimildir og skoðað færslurnar fyrir hvern og einn sölustað sem tengist reikningnum.

  Aðrir valmöguleikar sem söluaðilinn hefur eru:

  • Skýrslur - skýrslur fyrir sérstök tímabil og í sérstökum gjaldmiðli og hægt er að fá útdrátt í Excel eða á PDF
  • Stillingar - sýna upplýsingar um hvern sölustað og gefur aðgang að stillingum fyrir hvern posa. Með því að smella á Stillingar undir hverju tæki getur söluaðilinn:
   1. Skoðað gjaldskrána fyrir tækið
   2. Óvirkjað eða endurræst tækið - möguleikinn að endurræsa tækið gildir ef söluaðilinn vill tengja tækið við annan sölustað eða annan reikning eða ef breyta þarf gjaldmiðlinum á tækinu. Taka þarf eftirfarandi skref:
    • Með því að smella á hnappinn virkjast endurræsingarkóði
    • Stimpla þarf kóðann í tækið, endurræsingarmöguleikann á hverju tæki má finna í stillingarvalmyndinni
    • Tækið endurræsist
   3. Breyta nafni posa - þetta nafn mun vera sýnilegt í færsluupplýsingunum. Ef reiturinn er skilinn eftir tómur þá birtist raðnúmer tækisins sjálfkrafa í reitnum.
   4. Breyttu innheimtuaðilanum fyrir tækið - þetta nafn mun birtast á kortayfirliti viðskiptavinarins
   5. Leyfðu endurgreiðslur, ógiltu færslur og, ef þú vilt, bættu lykilorði fyrir ógildar færslur - ef lykilorð er búið til þarf að stimpla það inn í hvert skipti sem ógild færsla er unnin í gegnum tækið
   6. Leyfðu Top-up og, ef þú vilt, bættu lykilorði fyrir áfyllingar - lykilorðið er notað til að heimila áfyllingafærslur og stimpla þarf lykilorðið í hvert sinn sem slík færsla á sér stað
   7. Lagaðu kvittunarsíðuhausinn fyrir tækið - þar má setja merki fyrirtækis
   8. Lagaðu kvittunarsíðufótinn fyrir tækið
  • Virkjaðu tækið þitt - útskýringar í þrepum um hvernig skal virkja nýtt tæki
  • Panta nýtt tæki

  Kort flipinn sýnir öll kort sem tengd eru við reikninginn og eins nýlegar aðgerðir á kortum

  1. Fjöldi korta sem tend eru við reikninginn og gjaldmiðill unninna greiðslna
  2. Skoða aðgerðir tækja fyrir síðustu 10 daga eða fyrir síðustu 30 daga
  3. Fá aðgerðaryfirlit í Excel eða PDF
  4. Velja hvernig skal skoða aðgerðir
  5. Upphleður aðgerðaryfirlit fyrir þennan mánuð, síðasta mánuð, síðustu 3 mánuði, síðustu 6 mánuði eða yfirstandandi ár
  6. Skoða nánari upplýsingar um færslur

  Sömu möguleikar eru aðgengilegir fyrir hvert tæki.

  Viðbótarmöguleikar eru

  • Stillingar - veitir aðgang að stillingum fyrir hvert kort. Með því að smella á Stillingar undir kortinu getur söluaðilinn lagað eftirfarandi stillingar:
   1. Öryggisstillingar- veldu hvaða færslur eru leyfðar fyrir hvert kort
   2. Tilkynningar - veldu hvaða færslur þú færð tilkynningar um
   3. Færslutakmörk - veldu færslutakmörk á kort, greiðslur með posa og greiðslur á netinu
   4. Læsa korti
  • Virkja kort
   Ferlið er fljótt - söluaðilinn stimplar inn kortanúmer og staðfestingarkóðann sem kom með textaskilaboðum og þá er það komið
  • Panta nýtt kort
   Söluaðilinn getur pantað auka VISA viðskiptadebetkort, valið gjaldmiðilinn fyrir hvert kort og ákveðið hvaða reikning skal tengja við hvert kort. Sendingarmöguleikar eru með hraðsendingarþjónustu eða pósti.

  Úr Færslur flipanum getur söluaðilinn gert:

  • Færslur innan kerfis - færslur til annarra myPOS notenda - þær greiðslur er hægt að gera með því að stimpla inn símanúmer viðtakanda, tölvupóstfang, viðskiptamanna- eða reikningsnúmer
  • Bankamillifærslur- millifærslur gerðar inn á bankareikning
  • Millifærslur á eigin reikning - söluaðilinn getur millifært fé á milli eigin reikninga í sama eða öðrum gjaldmiðli
  • Fjöldafærslur - innan kerfis eða fráfarandi bankafærslur
   1. Veldu reikning sem millifærslurnar koma frá
   2. Hladdu upp skjalinu sem inniheldur millifærsluleiðbeiningarnar
   3. Skjalasnið má sækja hér
    • Lestu leiðbeiningarnar vandlega
   4. Smelltu á Næst og þegar nýr gluggi hleðst upp, athugaðu upplýsingarnar vandlega áður en fjöldamillifærslan er kláruð
  • Standandi pöntun- tilsögn til að borga setta fjárhæð með reglulegu millibili innan kerfis (á myPOS) eða utan kerfis (á bankareikning hvar sem er í heiminum)

  myPOS netþjónusta er fáanleg undir Á netinu flipanum. Héðan getur söluaðilinn sent greiðslubeiðnir, skoðað og gert nýja PayButton takka og Paylink hlekki, bætt við Online netverslunum, samþættað körfur og finna Hjálp vegna samþættingar.

  Til að senda greiðslubeiðni ætti söluaðilinn að:

  1. Gefa upp nafn viðskiptavinar, aðeins má nota latneska stafi
  2. Stimpla inn upphæð greiðslubeiðninnar og velja gjaldmiðil - greiðslubeiðni er hægt að senda í EUR, USD, GBP, BGN, CHF, RON, HRK, NOK, SEK, CZK, HUF, PLN, DKK, ISK
  3. Gefa upp ástæðu fyrir greiðslu - þessi texti mun bætast við greiðslubeiðnina; hægt er að nota hann sem tilvísun fyrir viðskiptavininn
  4. Bæta við bókunartexta - þessi texti mun ekki birtast á greiðslubeiðninni - hann er aðeins fyrir tilvísanir innan kerfis
  5. Fylla inn gildistíma - hann er sjálfgefið settur á 30 daga en greiðslubeiðnin getur gilt í 1 til 120 daga
  6. Velja tungumál - greiðslubeiðnir má senda á ensku, ítölsku, frönsku, rúmensku, þýsku, spænsku, króatísku, sænsku, portúgölsku, hollensku, búlgörsku, grísku og íslensku
  7. Stimpla inn tölvupóstfang og farsímanúmer viðtakanda - greiðslubeiðni er hægt að senda á bæði. Forskoða greiðslubeiðnina hér og sjá hana eins og viðskiptavinurinn mun sjá hana.
  8. Tilgreina „Stunda viðskipti sem” - nafnið sem kemur fram á greiðslubeiðninni sem sendandi beiðninnar
  9. Hakaðu við þennan reit til að fá tilkynningu um að beiðnin hafi verið greidd - athugaðu að ef tilkynningin er send með textaskilaboðum mun gjald vera tekið fyrir. Þetta gjald mun einnig gilda fyrir tilkynningar um greiðslur sem ekki tókust. Með því að smella á staðfesta opnast nýr gluggi sem sýnir söluaðilanum yfirlit greiðslubeiðninnar og gefur tækifæri til að afrita greiðsluhlekkinn á klemmuspjald.
  10. Hleður upp aðgerðaryfirlit fyrir þennan mánuð, síðasta mánuð, síðustu 3 mánuði, síðustu 6 mánuði eða yfirstandandi ár
  11. Gefur möguleika á að fá aðgerðaryfirlit í Excel eða PDF
  12. Leyfir notandanum að velja hversu margar niðurstöður má sjá á hverri síðu
  13. Með því að smella á stöðu greiðslubeiðninnar getur söluaðilinn sent áminningu eða hætt við greiðslubeiðnina.

  Staða greiðslubeiðninnar:

  • Greidd
  • Í bið - beiðnin hefur ekki verið séð og ekki greidd
  • Séð - beiðnin hefur verið séð en ekki greidd
  • Greiðsla tókst ekki - reynt var að greiða án árangurs
  • Hætt við
  • Runnin út

  Þegar greiðslubeiðnin er send fær viðskiptavinurinn tölvupóst eða textaskilaboð með stuttri útskýringu á greiðslubeiðninni og hlekk til að greiða beiðnina. Um leið og viðskiptavinurinn hefur séð greiðslubeiðnina mun staða hennar breytast í „Séð“

  Með því að smella á hlekkinn getur viðskiptavinurinn gefið upp kortaupplýsingar sínar og greitt.

  Körfur

  myPOS býður þann möguleika að samþætta hentanlega greiðslugátt að netverslun. Gáttin er sambærileg eftirfarandi körfum: Magento, Opencart, Woocommerce, Oscommerce, Zencart, X-cart, Prestashop.

  Þjónusta fyrirtækja flipinn veitir aðgang að Virtual Terminal, GiftCards kortum og Top-up þjónustu.

  Virtual Terminal er sjálfkrafa ekki virkjað. Áður en virkjað er veitir flipinn viðbótarupplýsingar um Virtual Terminal og ítarlegar leiðbeiningar um hvernig skal virka þjónustuna og byrja að nota hana. Þegar það hefur verið virkjað er Virtual Terminal tilvalin lausn fyrir fyrirtæki sem vinna með fjargreiðslufærslur.

  Þegar það er virkt býður Virtual Terminal upp á eftirfarandi möguleika:

  1. Ný færsla - vinnur nýja sýndarfærslu (möguleiki sjálfgefið hlaðinn)
  2. Upplýsingar um korthafa - settu inn upplýsingar um kortið sem verður rukkað (skyldureitir eru merktir með stjörnu)
  3. Greiðsluupplýsingar - settu inn upplýsingar um færsluna - upphæð, tilvísunarnúmer og innheimtuaðila (skyldureitir eru merktir með stjörnu)
  4. Senda kvittun - settu inn tölvupóstfang eða farsímanúmer viðskiptavinarins til að gefa þeim kvittun
  5. Unnar greiðslur - gefur yfirlit allra greiðslna sem unnar hafa verið í gegnum Virtual Terminal
  6. Stillingar - veitir aðgang að tveimur flipum: Stýra innheimtuaðilum og Stýra notendum
   • Stýra innheimtuaðilum - sýnir Virtual Terminal stillingar með þeim valmöguleika að virkja/óvirkja gjaldeyri og breyta uppgefinni gjaldeyrisupphæð
   • Stýra notendum - gerir söluaðilanum kleift að veita/afturkalla aðgang notanda að Virtual Terminal

  Private Label GiftCard kortin eru reiðufjárkort sem söluaðilinn getur keypt í gegnum myPOS reikninginn. Söluaðilinn getur sérsniðið kortin með því að velja hönnun, bæta sérstökum skilaboðum og nafni fyrirtækisins. Auðvelt er að hlaða kortin með upphæð að eigin vali í gegnum myPOS Tæki og er einungis hægt að nota þau á söluaðilastaðnum.

  Hægt er að kaupa kortin í pökkum af 100, 200 eða 500, þeim fylgir ókeypis hulstur eða sérstakt GiftCard umslag fyrir vægt aukagjald.

  Smelltu á „Pantaðu GiftCard kortin þín“ hnappinn og byrjaðu innkaupaferlið. Veldu hönnun að eigin vali úr þeim 15 hönnunum sem í boði eru og smelltu á „Halda áfram“ neðst á síðunni

  Eftirfarandi síða býður upp á viðbótarmöguleika til að gera framhlið GiftCard kortsins persónulegri:

  1. Fylltu inn fyrirtækjanafnið þitt og veldu leturstærð með því að smella á takkana
  2. Bættu við persónulegri kveðju og veldu leturstærð með því að smella á takkana
  3. Veldu leturgerð úr 4 mismunandi leturgerðum
  4. Veldu lit letursins úr 8 mismunandi litum
  5. Fylltu inn fyrirtækjanafn og -upplýsingar sem verða sýnileg á bakhlið kortsins

  Þegar GiftCard kortin hafa verið persónugerð gefurðu einfaldlega upp tengiliða- og sendingarupplýsingar og smellir á „Senda inn og halda áfram“. GiftCard kortin verða afhent innan 3 til 5 virkra daga.
  Með Top-up þjónustunni geta söluaðilar boðið viðskiptavinum sínum upp á að fylla á símana sína eða senda símainneign til vinar eða fjölskyldumeðlims um allan heim.

  Prófíll flipinn skiptist í þrjá hluta.

  Viðskiptaprófíll gerir söluaðilanum kleift að:

  • Skoða og laga eftirfarandi upplýsingar:
   • Símanúmer fyrirtækis
   • Tölvupóstfang fyrirtækis
   • Stunda viðskipti sem
   • Sendingarheimilisfang
   • Innskráningartölvupóstur, lykilorð og símanúmer
   Til að breyta öðrum upplýsingum skaltu vinsamlega hafa samband við þjónustuver.
  • Skoðaðu upphlaðin skjöl og hladdu fleiri upp ef þarf
  • Stjórnaðu notendum sem tengdir eru við reikninginn - þessi möguleiki gerir söluaðilanum kleift að tengja aukanotendur við reikninginn og stjórna réttindum þessara notenda
   1. Fellilisti sem leyfir söluaðilanum að skoða notendur í mismunandi flokka: Virkir, Eyddir, Læstir eða Allir notendur
   2. Læsa eða fjarlægja aðgang notanda
    • Að læsa aðgangi notanda að reikningnum er möguleiki sem söluaðilinn getur notað ef aðgangur notanda er afturkallaður tímabundið. Notandinn mun sjást undir „Læstir notendur“ þar til opnað hefur verið fyrir hann aftur. Söluaðilinn getur ákveðið seinna hvort hann vilji taka aðgerðina til baka eða eyða notandanum alfarið
    • Að fjarlægja aðgang að reikningnum er varanleg aðgerð og ekki er hægt að draga hana til baka
   3. Með því að velja notanda getur söluaðilinn séð nánar upplýsingar um aðgang notanda/rétt að kerfinu; það gerir honum líka kleift að gera breytingar
   4. Veita aðgang - hægt er að búa til nýjan notanda með því að smella á þennan hnapp, söluaðilinn er fljótur að stimpla inn tölvupóstfang nýja notandans og svo:
    • Stimpla inn persónuupplýsingar hins nýja notanda
    • Fylla inn innskráningarupplýsingar
    • Ákveða aðgang/réttindi hins nýja notanda
    Staðfestingarkóði verður sendur á númer söluaðilans til að ljúka ferlinu.
    Ef notandinn er þegar til er söluaðilanum ekki skylt að stimpla inn ofantaldar upplýsingar þar sem prófíll notandans er tengdur þegar tölvupóstfang notandans er stimplað inn.
  • Mínar pantanir hlutinn sýnir yfirlit allrar myPOS þjónustu sem söluaðilinn hefur óskað eftir og stöðu hennar ásamt möguleika að skoða nánari upplýsingar.

  Annar hluti prófílflipans sem kallast Prófíll notanda veitir aðgang að:

  • Notandaupplýsingum - hægt er að laga innskráningarupplýsingar hér (tölvupóstfang, lykilorð og skráð símanúmer)
  • Auðkenningu - söluaðilinn getur valið á milli textaskilaboða og GateKeeper auðkenningu
  • Aðgangsheimildum - hver notandi getur séð þá myPOS reikninga sem hann/hún hefur aðgang að

  Síðasti hluti Prófílflipans, Tilkynningarflipinn, sýnir tilkynningar sem söluaðilinn hefur fengið frá myPOS kerfinu.

  Var þessi grein gagnleg?

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Sendu okkur ábendingar